Reyndi að smygla lyfjum á Hraunið

Fangaverðir á Litla Hrauni fundu um 100 Rivotril töflur á heimsóknargesti á föstudaginn langa. Gesturinn var handtekinn og mun mál hans fá venjubundna afgreiðslu.

Þrjú fíkniefnamál komu upp um helgina hjá lögreglunni á Selfossi, þar sem einstaklingar voru með lítils háttar magn fíkniefna á sér. Mál þeirra voru afgreidd með hefðbundnum hætti.