Reyndi að smygla dópi á Hraunið

Kvenmaður var í síðustu viku staðinn að smygltilraun á lyfjum og fíkniefnum til fanga á Litla Hrauni.

Konan viðurkenndi brotið og mun málið fara að lokinni rannsókn til ákæruvalds sem tekur afstöðu til framhalds málsins að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á Selfossi.