Reyndi að skalla lögreglumann

Ökumaður var handtekinn aðfaranótt þriðjudags í síðustu viku eftir að hafa ekið á kyrrstæða bifreið við Eyraveg á Selfossi.

Maðurinn reyndist ölvaður og brást illa við þegar lögreglumenn handtóku hann. Hann barðist um og reyndi að skalla lögreglumann á meðan handtökunni stóð.

Við leit á manninum fannst lítilræði af kannabis.

Maðurinn var færður í fangageymslu þar sem hann var látinn sofa úr sér ölvímuna og að því loknu yfirheyrður og látinn laus í framhaldi af því.

Fyrri greinTónleikar í Þorlákskirkju
Næsta greinÓk á vegrið á aðfangadagskvöld