Reyndi að brjótast inn hjá fyrrverandi

Karlmaður var handtekinn á Selfossi í nótt fyrir tilraun til innbrots hjá fyrrverandi eiginkonu sinni.

Maðurinn hafði brotið glugga í íbúð konunnar og sambýlismanns hennar þegar þau urðu hans vör. Þau hringdu strax á lögreglu sem kom fljótt á staðinn og handtók manninn.

Hann gisti fangageymslur í nótt og verður yfirheyrður í dag.

Fyrri greinKjalnesingar stálu sigrinum
Næsta greinStórleikur á Hvolsvelli