Reykur úr þvottavél

Slökkvilið Brunavarna Árnesinga á Selfossi var kallað að íbúð í fjölbýlishúsi við Álftarima um klukkan hálf átta í kvöld þar sem neistaði og rauk úr þvottavél.

Enginn eldur var í vélinni þegar slökkviliðið kom á staðinn en svartan reyk lagði frá vélinni.

Slökkviliðsmenn reykræsta nú íbúðina og varð heimilisfólki ekki meint af reyknum.