Reykur og drulla á Delludegi

Hinn árlegi Delludagur var haldinn í dag í tengslum við bæjarhátíðina Sumar á Selfossi. Þar fá bílaáhugamenn mikið fyrir sinn snúð.

Fjöldi fólks mætti í Hrísmýrina á Selfossi til þess að fylgjast með flatrekssýningu og drulluspyrnu, auk þess sem jeppamenn reyndu sig á teygjurampi.

Tilþrifin voru oft á tíðum svakaleg og glöddu gesti en Delludagurinn er ómissandi á dagatali bíladellukarla og -kvenna.

Fyrri greinÁrborg vann Mána – KFR steinlá
Næsta greinLítil sem enginn netaveiði í Ölfusá