Reykspólandi á átta gata kagga

Lögreglan á Selfossi stóð ungan ökumann óvænt að verki þegar hann var að reykspóla á átta gata amerískum kagga á Austurveginum, við mjólkurbúið í gærkvöldi.

Hann var þegar búinn að marka svarta hringi í malbikið og mynda mikinn reyk, þegar lögreglu bar að. Brot hans varðar fjórðu grein umferðarlaga, sem meðal annars tekur til hávaðamengunar í umferðinni.

Frá þessu er sagt á Vísi.