Reykræstu hús á Selfossi

Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu á Selfossi var kallað út laust fyrir klukkan níu í kvöld til þess að reykræsta íbúðarhús í Gauksrima.

Þar hafði eldur komið upp í potti á eldavél en húsráðendur náðu að slökkva eldinn og því þurftu slökkviliðsmenn aðeins að reykræsta. Sú vinna gekk fljótt fyrir sig og litlar skemmdir urðu í eldhúsinu.

Fyrri greinÞór tók Stjörnuna í kennslustund
Næsta greinBasti „ennþá bestur“