Reykjavík Travel bauð 6,6 milljónir í veiðiréttinn

Reykjavik Travel bauð hæst í veiðirétt í Fossá í Skeiða- og Gnúpverjahreppi tímabilið 2014 til 2017, alls 6,6 milljónir króna.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur hafði áður rift veiðiréttarsamningi við Hreggnasa sem gilti til ársins 2016 en Hreggnasi bauð samtals 8,5 milljónir króna í það tímabil á sínum tíma og var það nær sexföldun á fyrra leiguverði.

Átta boð bárust í veiðiréttinn að þessu sinni en næst hæsta boðið átti Laugardalsá ehf, rúmar 5,0 milljónir króna og Veiðifélagið Uggi átti þriðja hæsta boðið, rúmar 4,8 milljónir króna.

Ragnar Björnsson bauð tæpar 4,3 milljónir og Hallur Kristjánsson átti tvö tilboð, tæpar 3,7 milljónir og rúmar 3,0 milljónir.

Stangaveiðifélag Reykjavíkur bauð rúmar 2,5 milljónir í veiðiréttinn.

Fyrri greinTekist á um formannsembættið
Næsta greinGáfu gjafir að verðmæti 7,5 milljóna króna