Réttað í nýjum Hrunaréttum

Í dag var í fyrsta sinn réttað í nýjum Hrunaréttum. Ekki voru þær þó formlega vígðar að þessu sinni enda smíðinni ekki að fullu lokið.

Um kl. 10 í morgun stigu þeir á stuðlaberg Þorsteinn Loftsson í Haukholtum, framkvæmdamaður við réttasmíðina og fjallkóngurinn Steinar Halldórsson í Auðsholti. Þeir ávörpuðu viðstadda, Þorsteinn lýsti ferli réttasmíðinnar og Steinar þakkaði smölum sínum vasklega framgöngu á afrétti. Svo voru „réttir settar“.

Þarna hefur verið unnið mikið verk frá síðustu réttum, að miklu leyti í sjálfboðavinnu, og var það almennt að heyra að réttagestum líkaði vel og sýndist réttirnar glæsilegt mannvirki.

Veður var milt og stillt og margt mætt af fólki, sem gladdist á góðum degi með sveitungum og vinum.

Helga R. Einarsdóttir tók myndirnar hér að neðan.

hrunarettir160911hre2_796760465.jpg

hrunarettir160911hre3_706537747.jpg

hrunarettir160911hre4_666201613.jpg

Fyrri greinHorfur á minni uppskeru
Næsta greinAndri Páll efnilegastur hjá GOS