Repjuolíutankur við MS Selfossi

MS Selfossi hefur sótt um byggingarleyfi hjá Sveitarfélaginu Árborg fyrir 30 þúsund lítra tanki við mjólkurbúið og hefur beiðnin verið samþykkt.

„Þetta er tankur undir repjuolíu, sem við notum í smjörvaframleiðsluna. Tankurinn er um 30 þúsund lítrar og verður staðsettur norðan við mjólkurbúið,“ segir Guðmundur Geir Gunnarsson, mjólkurbússtjóri MS á Selfossi í samtali við Sunnlenska.