Rennslið dottið niður aftur

Rennsli í Eystri-Rangá er nú svipað því sem það var áður en krapaflóð ruddist niður ána í gær.

Vatnshæðarmælir við Tungufoss sýnir að rennsli í ánni var 11 m3/sek kl. 17:20 í gær en tíu mínútum síðar hafði það þrefaldast og var um 34 m3/sek.

Yfirborð árinnar lækkaði þó nokkuð hratt aftur og kl. 5 í morgun var rennslið um 13 m3/sek.

Grettir Rúnarsson í Svínhaga sendi sunnlenska.is myndir sem sjá má í myndasafni hér til hægri. Myndirnar eru teknar skammt fyrir ofan Reynifellsbrú og sýna vel hvernig yfirborð árinnar breyttist á skömmum tíma.

Í safninu er einnig mynd frá vatnamælingum Veðurstofunnar sem sýnir mælingu á vatnsyfirborði Eystri-Rangár.

Attached files

Fyrri greinÞór vann í framlengingu
Næsta greinHéraðsskólinn verði menningarsetur