Reksturinn jákvæður í fyrra

Rekstur Rangarþings ytra og stofnana var jákvæður um fimm milljónir króna á síðasta ári. Skuldastaða sveitarfélagsins hefur verið þung og þannig nemur vaxtakostnaður á síðasta ári um 84 milljónum króna.

Þar hefur þó dregið nokkuð saman á milli ára og er þar að þakka lægri vöxtum og minni verðbólgu. Þó er eftirtektarvert að fjármagnskostnaður þessi lætur nærri að vera sama upphæð og greiðslur langtímalána.

Sameiginleg velta A og B hluta er um milljarður króna.

Fyrri greinAukning í fjárhagsaðstoð
Næsta greinRekstrartapið minna