Rekstrartapið minna

Samkvæmt framlögðum reikningum Hvera­gerðisbæjar fyrir árið 2010 er ljóst að rekstrartap af bæjarsjóði og stofnunum hans er 25,9 milljónir króna, sem er 35,5 milljón kr. minna tap en ráðgert hafði verið í fjárhagsáætlun.

Heildartekjur A og B hluta voru um 1,3 milljarðar króna. Tap á sveitarsjóði var 73,4 milljónir króna í stað 91 milljón.

Kom fram í umræðum um reikninginn á síðasta bæjarstjórnarfundi að mismuninn mætti skýra að mestu með lækkandi verðbólgu og mun hærri tekjum en ráð var fyrir gert. Munar þar um 65 milljónir króna. Þá er ljóst að handbært fé frá rekstri er 177,5 milljónir króna í stað áætlana um 141 milljón.

Fyrri greinReksturinn jákvæður í fyrra
Næsta greinÁfram aðili að skólaskrifstofunni