Rekstrarafgangur 22 milljónir króna

Gert er ráð fyrir að afgangur verði af rekstri Rangárþings eystra og stofnunum þess á næsta ári, samkvæmt fjárhagsáætlun sem samþykkt var á síðasta fundi sveitarstjórnar.

Kom fram að fjárfest verði talsvert á næstu árum en í umræðum um fjárfestingaráætlun kom fram að fulltrúar D-listans, sem eru í minnihluta, vilji fá meirihlutann með sér í lið til að gera sveitarfélagið skuldlaust á næstu árum.

Fyrri greinLögreglan landaði bruggara
Næsta greinFyrsta tap Hamars í deildinni