Reknir úr ML vegna fíkniefnaneyslu

Að ósk stjórnenda Menntaskólans að Laugarvatni gerði fíkniefnalögreglan á Selfossi leit í vikunni í einu af heimavistarhúsum skólans.

Grunsemdir voru um að nokkrir einstaklingar væru með ólögleg fíkniefni undir höndum. Reyndist sá grunur á rökum reistur og fundust efni og áhöld til maríjúananeyslu.

Tekið var á brotum þessara nemenda í samræmi við reglur skólans og hefur þeim verið vikið úr skóla.