Reistu vörðu við Tungufljót til minningar um Sigurð

Ljósmynd/Landsbjörg

Um helgina var vígður minnisvarði til minningar um Sigurð Kristófer McQuillan Óskarsson, sem lést í slysi í Tungufljóti í Biskupstungum á björgunarsveitaræfingu fyrir rúmu ári.

Við athöfnina komu saman vinir, fjölskylda og björgunarsveitarfólk víða að af landinu til að minnast Sigurðar, sýna aðstandendum stuðning og heiðra minningu hans og störf.

Varðan stendur við Tungufljót, skammt frá slysstaðnum, og þar mun minning Sigurðar lifa áfram. Á vörðunni má lesa orðin: „Minningin um fórnfýsi hans og hlýju mun lifa að eilífu í hjörtum foreldra, vina og félaga hans í björgunarsveitinni.“

Í tilkynningu frá Landsbjörgu eru Björgunarsveitinni Kyndli færðar þakkir, ásamt félagsmönnum, vinum og ættingjum Sigurðar fyrir framtakið og samveruna á þessari ómetanlegu og hjartnæmu stund við Tungufljót.

Ljósmynd/Landsbjörg
Fyrri greinNýtt orgel borið inn í Þingvallakirkju
Næsta greinÞungaflutningar og vegakerfið okkar