Reisa minkabú í Ásum

Systkinin Haukur Vatnar og Álfheiður Viðarsbörn vinna nú að stofnun minkabús ásamt fjölskyldum sínum í Ásum í Gnúpverjahreppi.

Að sögn Hauks er verið að afla tilskilinna byggingarleyfa og stefnt er að því að setja dýr í húsin í sumar. Ætlunin sé að vera með 300 læður og stækka búið eftir því sem efni og aðstæður leyfa.

Þetta verður annað minkabúið í Eystri-Hreppnum en í Mön rekur Stefán Eiríksson stórt bú ásamt fjölskyldu sinni. Haukur hefur unnið hjá Stefáni og aflað sér þekkingar fyrir búreksturinn.

Fyrri greinKári setur Breiðholtið á sölu
Næsta greinKannabis í blómabænum