Reir verk byggir við Grunnskólann í Hveragerði

Grunnskólinn í Hveragerði.

Reir verk ehf í Reykjavík átti lægsta tilboðið í byggingu viðbyggingar við Grunnskólann í Hveragerði.

Verkið felst í byggingu 740 fm viðbyggingar við skólann, sem staðsett verður norður af núverandi skólahúsi. Byggingin verður staðsteypt á tveimur hæðum og á verkinu að vera lokið þann 15. júlí 2021.

Tilboð Reir verks hljóðaði upp á rúmar 393,8 milljónir króna en kostnaðaráætlun verksins er tæpar 389,2 milljónir króna.

Alls bárust átta tilboð í verkið. Við opnun tilboða átti Viðskiptavit ehf lægsta tilboðið, 374 milljónir króna en þar var um að ræða frávikstilboð sem var hafnað þar sem það fól í sér breytingar á útliti hússins sem ekki voru leyfðar.

Frumskógar ehf buðu 381,2 milljónir króna og Viðskiptavit átti annað tilboð upp á 394,9 milljónir króna. Verkfræðistofan Efla yfirfór þrjú lægstu tilboðin og komst að þeirri niðurstöðu að Reir verk væri með lægsta tilboðið og samþykkti bæjarstjórn það tilboð.

Önnur fyrirtæki sem buðu í verkið voru Pálmatré ehf 450,6 milljónir króna, Flotgólf ehf 452,2 milljónir, Alefli ehf 459,9 milljónir og Framkvæmdafélagið Arnarhvoll ehf bauð 494,7 milljónir króna.

Reir Verk ehf. hefur undanfarin ár tekið að sér stór og smá verkefni, bæði atvinnu- og íbúðarhúsnæði og hefur fyrirtækið unnið sérstaklega mikið í miðbæjarkjarna Reykjavíkur. 

Fyrri greinViðbragðsaðilar þurftu að fara í úrvinnslusóttkví
Næsta greinFækkar jafnt og þétt í sóttkví