Reiðmanni komið til bjargar

Björgunarsveitir komnar á slysstað í dag. Ljósmynd/Björgunarfélag Árborgar

Björgunarsveitir úr Árborg og Hveragerði voru kallaðar út á þriðja tímanum í dag vegna reiðmanns sem fallið hafði af hestbaki skammt frá Marar­dal, norðan við Hengil­inn.

Björgunarfólk á breyttum jeppum og sexhjólum komust að hinum slasaða og fluttu hann til móts við sjúkrabíl.

Knapinn var fluttur á slysadeild en upplýsingar um meiðsli hans liggja ekki fyrir.

Fyrri greinSelfoss með fullt hús á toppnum
Næsta grein„Kom til mín á Hellisheiðinni“