Reiðtygjum stolið á Selfossi

Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningar um innbrot í tvö hesthús við Suðurtröð á Selfossi í nótt.

Þaðan var stolið tíu hnökkum, nokkrum beislum, múlum og reiðhjálmum.

Lögreglan fékk ábendingu um ferðir manna með kerru í hverfinu í nótt og gerðu leit að þeim sem sagður var þar á ferð. Hann fannst og gerð var húsleit hjá honum en ekkert fannst sem tengdist innbrotunum.

Sem stendur eru engar aðrar vísbendingar um hverjir hafa verið þarna á ferð.

Hafi einhver orðið var við mannaferðir í Suðurtröð í nótt eða búi yfir vitneskju um málið að sá hafi samband við lögreglu í síma 480 1010.