Regnboginn heppnaðist vel

„Regnboginn-List í fögru umhverfi“, lista og menningarhátíð Mýrdælinga var haldin í sjöunda sinn um síðustu helgi. Hátíðin tókst mjög vel í alla staði.

Fjölmargir listamenn tróðu upp, listasýningar voru í gangi og opin hús um allan bæ ásamt ýmsu öðru athyglisverðu.

Áttundi Regnboginn verður haldinn aðra helgi í október að ári en í tilkynningu frá undirbúningsnefndinni segir að hátíð sem þessa væri ómögulegt að halda nema með stuðningi íbúa og fyrirtækja innan sem og utan Mýrdalsins og er þeim þakkað fyrir stuðninginn – og sömuleiðis er gestum þakkað fyrir komuna.

Fyrri greinSysturnar sáu um Mosfellinga
Næsta greinNáms- og kennsluver opnað í Vík