Regnbogafánar skornir niður á Hellu

Svona var aðkoman við hringtorgið á Hellu á mánudagsmorgun. Ljósmynd/Gunnar Aron Ólason

Regnbogafánar sem flaggað hafði verið í miðbæ Hellu í tilefni af Hinsegin dögum í síðustu viku voru skornir niður aðfaranótt mánudags.

Skorið var á fánalínur á átta eða níu fánastöngum og fánarnir látnir liggja en einhverjir fánanna voru líka skemmdir og einn þeirra fannst í ruslatunnu í nágrenninu.

Eggert Valur Guðmundsson, oddviti sveitarstjórnar, sagði í samtali við sunnlenska.is að samfélagið væri slegið yfir þessum dapurlega verknaði. Málið hafi verið tilkynnt til lögreglu og talsverðar líkur séu á því að gerandinn hafi náðst á mynd í eftirlitsmyndavélum.

Íbúar í Rangárþingi ytra voru hvattir til að flagga og fagna fjölbreytileikanum í tilefni Hinsegin daga. Ljósmynd/ry.is
Fyrri greinMótun lands við Markarfljót
Næsta greinTöfrandi listasýning á Eyrarbakka