Regína Rósa stýrir Álfaborg

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur ráðið Regínu Rósu Harðardóttur í stöðu skólastjóra leikskólans Álfaborgar í Reykholti.

Regína lauk B.Ed. prófi í leikskólafræðum árið 2005 og árið 2012 lauk hún MA prófi í menntunarfræðum með áherslu á stjórnun menntastofnana hjá Háskólanum Akureyri.

Undanfarin þrjú ár hefur Regína starfað sem deildarstjóri 5 ára deildar hjá Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði. Árin 2008 – 2011 var hún leikskólastjóri við Heilsuleikskólann Háleiti á Ásbrú.

Regína Rósa mun taka við stöðu leikskólastjóra Álfaborgar þann 1. ágúst nk.

Fyrri grein„Ég gæti ekki verið stoltari“
Næsta greinAndri Már fimmti á Íslandsmótinu