Réðust inn á heimili

Í gærkvöldi var óskað eftir lögreglu að bæ í Hrunamannahreppi vegna manna sem hefðu ráðist inn á heimili í óþökk húsráðanda.

Lögreglu- og sjúkralið var sent á vettvang. Sá sem réðist inn í húsið hringdi í lögreglu eftir atvikið og sagðist hafa farið inn í húsið og sagðist bíða eftir lögreglu. Hann var fluttur á lögrelgustöð þar sem hann var yfirheyrður.

Árásarþolinn gaf einnig skýrslu en honum var mjög brugðið en óslasaður. Rannsókn málsins er svo til lokið. Ástæða húsbrotsins mun hafa verið einhver pirringur árásarmannsins í garð hins en þeir þekkjast.