Réðst á tvo með hnefahöggum

Maður varð fyrir líkamsárás fyrir utan veitinga- og skemmtistaðinn Café Rose í Hveragerði aðfaranótt föstudags. Árásarmaðurinn sló mann hnefahögg í andlitið.

Stuttu síðar réðist hann á annan mann með hnefahöggum. Þeir sem urðu fyrir þessum árásum hlutu minni háttar áverka.

Málið er í rannsókn.

Fyrri greinStórsigur Hamars í Grafarvoginum
Næsta greinÓvenju rólegt hjá Selfosslöggunni