Réðst á karlinn með brotinni flösku

Á nýársnótt var lögreglan á Selfossi kölluð í hús í Grímsnesi vegna ósættis tengdra einstaklinga, karls og konu.

Karlinn hafði veitt konunni áverka í andliti en konan greip til brotinnar flösku og réðist að karlinum með þeim afleiðingum að hann hlaut skurð á baki.

Hann var fluttur á heilsugæsluna á Selfossi þar sem gert var að sárum hans.

Fyrri greinFundu þýfi úr húsi og bíl
Næsta greinEkið utan í mannlausa bíla