Rauð viðvörun á Suðurlandi

Mynd/Veðurstofan

Veðurstofan hefur uppfært veðurviðvörun kvöldsins á Suðurlandi, Vesturlandi og höfuðborgarsvæðinu í rautt ástand. Rauð viðvörun er í gildi frá klukkan 19 til klukkan 23 í kvöld.

Á því tímabili er gert ráð fyrir suðaustan 23-30 m/s með snjókomu eða rigningu. Útlit er fyrir foktjón og er fólki er ráðlagt að ganga frá lausum munum og hreinsa snjó eða klaka frá niðurföllum. Verktökum er bent á að ganga vel frá framkvæmdasvæðum.

Miklar líkur er á samgöngutruflunum og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi.

Þetta er aðeins í þriðja skiptið sem rauð viðvörun er gefin út á Suðurlandi, frá því litakóðunarkerfi Veðurstofunnar var tekið upp.

Gul viðvörun er í gildi á Suðurlandi á milli kl. 16 og 19 og síðan aftur frá klukkan 3 í nótt fram að hádegi á þriðjudag.

Fyrri greinListaverk nemenda BES á sýningu í Kyoto
Næsta greinFámennisáætlanir virkjaðar í leikskólum