Rauða fjöðrin seld á Hellu og á Hvolsvelli

Dagana 17. – 19. apríl fer landssöfnun Lions, Rauða fjöðrin, fram um allt land.

Markmiðið er að safna í sjóð til að fjármagna kaup á leiðsöguhundum fyrir blinda í samvinnu við Blindrafélagið og Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Hver hundur getur kostað allt að 10 milljónir króna og unnið í allt að 10 ár. Hundarnir eru sérvaldir með hliðsjón af eiginleikum þeirra og eru tilbúnir til starfa við 2 1/2 árs aldur eftir gríðarlega þjálfun.

Lionsklúbburinn Skyggnir mun standa fyrir sölu á Rauðu fjöðrinni á Hellu og á Hvolsvelli föstudaginn 17. apríl, bæði verður gengið í hús og svo verða fulltrúar einnig staðsettir við verslanir.

Auk þess að kaupa rauðu fjöðrina má leggja verkefninu lið með því að greiða valgreiðslu í heimabanka eða millifæra upphæð að eigin vali inn á reikning Lions: 0111-26-100230, kt. 640572-0869.

Einnig er hægt að hringja í söfnunarsímanúmer:

• Styrkur að fjárhæð 1.000 kr. skuldfærist af símreikningi þegar hringt er í símanúmerið 904 1010.

• Styrkur að fjárhæð 3.000 kr. skuldfærist af símreikningi þegar hringt er í símanúmerið 904 1030.

• Styrkur að fjárhæð 5.000 kr. skuldfærist af símreikningi þegar hringt er í símanúmerið 904 1050.

Fyrri greinAllt undir í kvöld
Næsta greinTrúnaðaramenn Bárunnar virkir í starfinu