Rata ekki niður af Sólheimajökli

Björgunarsveitir frá Vík, Hvolsvelli og Heimalandi hafa verið kallaðar út til aðstoðar göngufólki á Sólheimajökli. Þar er átta manna hópur í vanda en fólkið dvaldi of lengi á jöklinum og ratar ekki niður aftur.

Björgunarmenn aka að sporði jökulsins og hyggjast svo ganga að hópnum sem er staddur ekki langt frá sporði skriðjökulsins.

Fyrri greinSkínandi húfur í þúsunda vís
Næsta greinSæmundur gefur út Líkvöku