Boraðar hafa verið tvær hitastigulsholur í landi Bláskógabyggðar í Reykholti. Rannsóknarborunin er liður í orkuöflun fyrir Bláskógaveitu, en þörf fyrir meira heitt vatn á dreifisvæði hennar í Reykholti.
Hola RH-05 er 124 metrar að dýpt og mældist hiti í henni yfir 80°C þar sem mest var. Hola RH-06 er 127 metrar að dýpt og mældist mesti hiti í henni 68°C.
Sérfræðingar ÍSOR leggja nú mat á upplýsingar sem fengust með boruninni og verður ákvörðun um næstu skref tekin þegar mat þeirra liggur fyrir.
Borverkið annaðist Árni Hjaltason.