Rannsókn mun taka langan tíma

Ljóst er að rannsóknarvinna lögreglu vegna brunans í Eden mun taka langan tíma og er niðurstöðu í málinu ekki að vænta á næstunni.

Eldsupptök eru ókunn en rannsókn er unnin af Lögreglunni á Selfossi og af Tæknideild Lögreglu Höfuðborgarsvæðisins auk annarra sérfræðinga m.a. í rafmagnsbrunum.

Vinnu lögreglu á vettvangi lauk í dag en við tekur úrvinnsla á þeim gögnum og munum sem tekin voru á vettvangi.