Rannsókn á mansalsmálinu gengur vel

Rannsókn á meintu mansali í Vík í Mýrdal miðar vel. Þegar hafa átta vitni gefið skýrslu fyrir dómi, sem öll höfðu verið í vinnu hjá Vonta International. Lögreglan á enn eftir að yfirheyra nokkur vitni.

Til aðstoðar við rannsóknina er mansalssérfræðingur og fjármunabrotadeild lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, alþjóðadeild ríkislögreglustjóra, Europol, skattrannsóknarstjóri og ríkisskattstjóri. Auk yfirheyrslna er verið að afla gagna og vinna úr þeim.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að rannsóknaráætlanir séu yfirfarnar á hverjum degi en ekkert liggi fyrir um lok rannsóknarinnar.

Fyrri greinStarfsemi sláturhúss stöðvuð
Næsta greinÞrettán lögreglumenn ráðnir fyrir sumarið