Rannsókn á banaslysinu stendur enn yfir

Ferðamaðurinn sem lést í umferðarslysi á Suðurlandsvegi í Eldhrauni á föstudagsmorgun var ung kona frá Hong Kong.

Hún var farþegi í jepplingi sem ferðafélagi hennar ók í austur að Kirkjubæjarklaustri. Ökumaður virðist hafa misst stjórn á bifreiðinni í krapa og hálku með þeim afleiðingum að bifreiðin fór útaf veginum og valt.

Konan lenti undir bifreiðinni og mun hafa látist samstundist.

Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi rannsakar slysið og nýtur til þess aðstoðar ýmissa sérfræðinga.

Fyrri greinSelfoss steinlá gegn KA
Næsta greinTalsvert slasaður eftir harðan árekstur