Rannsókn að hefjast á vettvangi

Lögreglan á Selfossi stóð vaktina við brunastaðinn á Selfossi í nótt ásamt björgunarsveitarmönnum. Rannsókn á vettvangi er að hefjast.

Rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi rannsakar eldsupptök og nýtur við það liðsinnis tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.