Rannsaka orkuþjófnað í Hveragerði

Lögreglunni á Selfossi barst kæra í liðinni viku vegna rofs á innsigli á heitavatnsinntaki í iðnaðarhúsi í Hveragerði.

Í dagbók lögreglu kemur fram að hér sé um að ræða þjófnað á orku, heitu vatni, og er málið í rannsókn hjá lögreglunni á Selfossi.

Fyrri greinStal úr bílum til að fjármagna fíkniefnakaup
Næsta greinDagbók lögreglu: Klippt af bílum í Árnessýslu