Rannsaka kynferðisbrot gegn unglingsstúlku

Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar kynferðisbrot gegn unglingsstúlku sem fór af heimili sínu á Suðurlandi í liðinni viku með tvítugum manni sem sótti hana og ók með hana til Reykjavíkur.

Grunur leikur á að maðurinn hafi brotið gegn stúlkunni kynferðislega í Reykjavík.

Í tilkynningu lögreglunnar um málið segir að kynferðismök við börn yngri en 15 ára séu refsiverð sem og sú athöfn að koma barni, sem er ósjálfráða fyrir æsku sakir, undan valdi eða umsjá foreldra eða forráðamanna.

Málið er til rannsóknar hjá lögreglu en nýtilkomnar eftirlitsmyndavélar, sem skrá skráningarnúmer ökutækja, flýttu mjög fyrir því að unnt væri að staðsetja hvar stúlkuna væri að finna.

Fyrri greinKastaðist á umferðarljós eftir árekstur
Næsta greinLögregla lagði hald á 200 kríuegg