Rann á ísingu við Gullfoss

Björgunarsveitirnar Eyvindur á Flúðum og Biskup í Biskupstungum voru kallaðar út á sjötta tímanum í dag þegar tilkynning barst um slasaða konu við Gullfoss.

Konan, sem er erlendur ferðamaður, rann á ísingu við fossinn og fótbrotnaði.

Var hún spelkuð, sett í börur og báru björgunarsveitarmenn hana upp á plan þar sem sjúkrabíll beið þess að flytja hana á sjúkrahús.

Þetta var annað útkallið hjá Eyvindi í dag en um miðjan dag barst sveitinni hjálparkall frá ferðamanni sem fest hafði bíl sinn á Kili.

Fyrri greinLjósin kveikt og jólasnjórinn eftir pöntun
Næsta greinEggert Valur: Kraftmikinn leiðtoga í fyrsta sæti