Rangeystra: Ísólfur sló í gegn

Framsóknarmenn og framfarasinnar unnu stórsigur og hreinan meirihluta í Rangárþingi eystra undir forystu Ísólfs Gylfa Pálmasonar.

B-listinn fékk 527 atkvæði eða 52,6% og fjóra menn kjörna. D-listi Sjálfstæðisflokksins fékk 329 atkvæði og tvo menn og V-listi Vg og óháðra fékk 122 atkvæði og einn mann.

Á kjörskrá voru 1.218 en alls kusu 1.001 eða 82,18%. Auðir seðlar voru 22 og 1 ógildur.

Í sveitarstjórn eru:
1. Ísólfur Gylfi Pálmason (B)
2. Elvar Eyvindsson (D)
3. Guðlaug Ósk Svansdóttir (B)
4. Lilja Einarsdóttir (B)
5. Kristín Þórðardóttir (D)
6. Guðmundur Ólafsson (V)
7. Haukur Guðni Kristjánsson (B)

Fyrri greinLokatölur: D-listinn með fimm menn í Árborg
Næsta greinTímamótasigur í Bláskógabyggð