Rangeystra: Ísólfur sló í gegn

Framsóknarmenn og framfarasinnar unnu stórsigur og hreinan meirihluta í Rangárþingi eystra undir forystu Ísólfs Gylfa Pálmasonar.

B-listinn fékk 527 atkvæði eða 52,6% og fjóra menn kjörna. D-listi Sjálfstæðisflokksins fékk 329 atkvæði og tvo menn og V-listi Vg og óháðra fékk 122 atkvæði og einn mann.

Á kjörskrá voru 1.218 en alls kusu 1.001 eða 82,18%. Auðir seðlar voru 22 og 1 ógildur.

Í sveitarstjórn eru:
1. Ísólfur Gylfi Pálmason (B)
2. Elvar Eyvindsson (D)
3. Guðlaug Ósk Svansdóttir (B)
4. Lilja Einarsdóttir (B)
5. Kristín Þórðardóttir (D)
6. Guðmundur Ólafsson (V)
7. Haukur Guðni Kristjánsson (B)