Rangárþing heilsueflandi samfélög

Undirritunin á Hellu fór fram á skrifstofu sveitarfélagsins að viðstöddum krökkum úr listasmiðju vinnuskólans og af elstu deild leikskólans Heklukot sem fluttu sitt hvort lagið. Ljósmynd/ry.is

Fulltrúar Rangárþings ytra og Rangárþings eystra skrifuðu í gær undir samninga þess efnis að sveitarfélögin verði formlega aðilar að átakinu Heilsueflandi samfélag.

Alma Möller, landlæknir, heimsótti sveitarfélögin í gær og skrifaði undir samningana ásamt sveitarstjórunum Ágústi Sigurðssyni og Lilju Einarsdóttur.

Meginmarkmið Heilsueflandi samfélags er að styðja samfélög í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lífsháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa. Í slíku samfélagi er heilsa og líðan íbúa í fyrirrúmi í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum. 

Á Hvolsvelli fór undirritunin fram í Hvolsskóla, þar sem hópur krakka frá Leikskólanum Örk var viðstaddur athöfnina og söng tvö lög. Ljósmynd/visithvolsvollur.is
Fyrri greinSterkur sigur Stokkseyringa – Uppsveitir töpuðu fyrsta heimaleiknum
Næsta greinPílukastfélag Árborgar formlega stofnað