Rangárnar rjúfa 2.000 laxa múrinn

Rangárnar voru fyrstu laxveiðiárnar í sumar til að komast yfir 2.000 laxa múrinn. Veiði er þó nokkru minni en í fyrra sumar.

Eystri-Rangá er á toppnum á landinu með 2.557 laxa en á sama tíma í fyrra höfðu 3.116 laxar komið á land.

Svipaða sögu er að segja í Ytri-Rangá sem er komin í 2.160 laxa en á sama tíma í fyrra var veiðin 3.117 laxar.

Þessa dagana er góður gangur í ánum. Á miðvikudag komu 72 laxar á land í Ytri-Rangá. Svæði eitt, fjögur, sex og sjö eru öll að gefa vel en annars er að veiðast á öllum svæðum. Sem fyrr eru Sunray shadow, Collie dog, Bizmo og Snældur að gefa vel. Lax er enn að ganga í ánna og mikið af laxi sem veiðst hefur síðustu daga er nýgenginn.

Fyrri greinMótorhjólamaður í vímu
Næsta greinNjálsbúð vaknar úr dvala