Rangárnar komnar yfir 700 laxa

Góður kippur kom í veiði í Rangánum í síðustu viku og eru þær nú samtals komnar með yfir 700 laxa á land.

Í lok dags í gær voru 502 laxar komnir á land í Ytri-Rangá og vesturbakka Hólsár og í Eystri-Rangá voru laxarnir orðnir 202.

Þetta er mun betri afli í Ytri-Rangá en á sama tíma í fyrra, en nokkuð lægri tala í Eystri-Rangá.

Í Stóru-Laxá eru aðeins níu laxar komnir á land og tveir í Affalli í Landeyjum.

Fyrri greinTíu sækja um varðstjórastöðu
Næsta greinElísabet Jökuls á Bókamarkaðnum