Rangárnar komnar á toppinn

Veiði í Rangánum var góð í síðustu viku og eru þær nú komnar efst á lista yfir aflahæstu ár landsins.

Síðasta vika var frábær í Eystri-Rangá en þar veiddist 671 lax og heildarveiðin er því 3.116 laxar, einum færri en í Ytri-Rangá.

Í Ytri-Rangá eru að koma á land 60-80 laxar á dag og er áin búin að lifna mikið við á efri svæðum, t.d. í Heiði-Bjallalæk. Heildarveiði vikunnar var 481 lax.

Fyrri greinFólk sjóði drykkjarvatn
Næsta greinNú má vargurinn vara sig