Rangárnar byrja hægt

Veiði byrjar hægt í Rangánum sem samtals hafa gefið rúmlega 100 laxa fyrstu tvær vikurnar.

Í Ytri-Rangá eru 62 laxar komnir á land en á sama tíma í fyrra höfðu veiðimenn landað 238 löxum.

Í Eystri-Rangá eru 48 laxar komnir á land miðað við 137 laxa á sama tíma í fyrra. Veiðin virðist þó vera að glæðast í Eystri-Rangá og laxarnir sem veiðst hafa síðustu daga eru frekar stórir, um eða yfir 8 pund og virðist mönnum sem meira sé af stórlaxi en smálaxi í ánni. Eystri-Rangá hefur verið frekar vatnsmikil þar sem af er veiðitímabilinu en það virðist ekki hafa haft áhrif á veiðina.

Fyrri greinListræn ganga á Þingvöllum
Næsta grein„Trúum því að gosin séu tengd“