Rangárþing ytra lætur telja ferðamenn

Byggðaráð Rangárþings ytra hefur samið við fyrirtæki Rögnvalds Guðmundssonar, Rannsóknir og ráðgjöf (RRF) að sjá um talningu á ferðamönnum í sveitarfélaginu til að sjá hvar og hvort ferðamenn stoppi í sveitarfélaginu.

Kostnaðurinn er 350.000 krónur en unnin verður skýrsla um verkefnið og verður hún gerð aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins þegar hún liggur fyrir.

Fyrri greinGestirnir reyndust sterkari
Næsta greinUmhverfisþing í Bláskógabyggð