Rangárþing eystra og Ölfus fá styrk

Rangárþing eystra og Sveitarfélagið Ölfus voru meðal þeirra sem fengu styrk úr Styrktarsjóði Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands þegar úthlutun fór fram á dögunum.

Ölfusingar fengu hálfa milljón króna í styrk til þess að bæta aðgengi að Skötubót, strandsvæði við Þorlákshöfn.

Rangárþing eystra fékk 300 þúsund króna styrk til að vinna að minnismerki og skiltum vegna sjósóknar í Landeyjum. Í mars var haldinn fundur á vegum Búnaðarfélags A-Landeyja, Kvenfélagsins Freyju og Ungmennafélagsins Dagsbrúnar þar sem ræddar voru hugmyndir og mögulegar leiðir til að minnast þeirrar miklu sjósóknar sem stunduð var frá Landeyjunum. Mikill áhugi er á þessu verkefni og gefur styrkurinn frá EBÍ því góðan byr.

Fyrri greinMörkunum rigndi á Selfossi
Næsta greinHeimamenn hafa ekki séð annað eins flugnager