Rangárþing eystra fékk hæsta styrkinn

Rangárþing eystra fékk hæsta styrk sunnlenskra sveitarfélaga þegar úthlutað var úr Fjarskiptasjóði vegna verkefnisins Ísland ljóstengt

Rangárþing eystra fékk rúmlega 62,7 milljónir króna úr sjóðnum til þess að tengja 251 lögheimili og vinnustaði.

Hrunamannahreppur fékk tæpar 24,9 milljónir króna fyrir 113 tengingar og Rangárþing ytra fékk rúmar 16,9 milljónir fyrir 334 tengingar. Þá fékk Skaftárhreppur rúmar 9 milljónir króna til þess að tengja 33 lögheimili og vinnustaði.

Önnur sunnlensk sveitarfélög fengu ekki styrk, en Ölfus, Árborg, Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppur sóttu um styrk úr sjóðnum.

Ísland ljóstengt sem er landsátak stjórnvalda í uppbyggingu ljósleiðarakerfa utan markaðssvæða í dreifbýli. Verkefnið hófst formlega vorið 2016 en markmiðið er að 99,9% lögheimila og fyrirtækja eigi kost á að minnsta kosti 100 Mb/s þráðbundinni nettengingu árið 2020.

Fyrri greinÖruggur sigur Hamars – FSu tapaði fyrir austan
Næsta greinYfirfóru mælitæki í grennd við Kötlu og Bárðarbungu