Rangárþing ytra úr leik

Hið stórskemmtilega lið Rangárþings ytra er úr leik í spurningakeppninni Útsvari í Ríkissjónvarpinu, en liðið tapaði fyrir Snæfellsbæ í kvöld.

Viðureignin var jöfn og spennandi en Snæfellingar höfðu frumkvæðið lengst af og unnu nauman sigur, 39-43.

Lið Rangárþings ytra skipa þau Hreinn Óskarsson, Steinar Tómasson og Harpa Rún Kristjánsdóttir.

Dregið hefur verið í 8-liða úrslit en stórleikur þeirrar umferðar er viðureign Árborgar og Ölfuss.

Fyrri greinMílan missti af úrslitakeppninni
Næsta greinSelfoss tapaði í rokinu