Rangárþing eystra veitir akstursstyrki

Leikskólabörn á Hvolsvelli. Mynd úr safni. Ljósmynd/hvolsvollur.is

„Foreldrar þeirra barna sem hafa búsetu og lögheimili í 20 kílómetra eða meiri fjarlægð frá leikskóla og eru í vistun fimm daga vikunnar geta sótt um þennan styrk.“

Þetta segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri um akstursstyrki sem sveitarfélagið hefur ákveðið að greiða til foreldra leikskólabarna.

Styrkurinn er veittur sem 20% afsláttur af grunnvistunargjöldum.

Einn leikskóli er í sveitarfélaginu.

Fyrri grein„Hef unnið eftir stefnu Benna vinar míns“
Næsta greinViktor veiðikló