Rangárþing eystra skellti Árborg í Útsvarinu

Lið Rangárþings eystra vann góðan sigur á Árborg í æsispennandi Útsvarsþætti í Ríkissjónvarpinu í kvöld.

Lokatölur urðu 63-50 en Rangæingar tryggðu sér sigurinn á síðustu spurningu eftir að Árborg hafði leitt keppnina lengst af.

Lið Árborgar skipa þau Jakob Ingvarsson, Sigurður Bogi Sævarsson og Jóna Katrín Hilmarsdóttir en í liði Rangárþings eystra eru Lárus Bragason, Magnús Halldórsson og Anna Runólfsdóttir.

Fyrri greinJón Daði maður leiksins gegn Tyrklandi
Næsta greinGnúpverjar undir í baráttunni